Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 22. júní 2017 13:23
Magnús Már Einarsson
Ísland hefur selt flesta miða fyrir EM
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland hefur selt flesta miða í forsölu á EM kvenna af öllum þjóðunum sem taka þátt. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, greindi frá þessu í stuttu ávarpi á fréttamannafundi nú rétt í þessu.

„Ég veit að stuðningurinn verður góður og það verður stemning innar sem utan vallar. Ég hlakka til að vera einn af þessum stuðningsmönnum," sagði Guðni.

Óskar Örn Guðbrandsson, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, segir að reikna megi með hátt í 3000 Íslendingum á hverjum leik en það gerir yfir 15% af sætaframboði á hverjum leik.

Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, er að fara að tilkynna hópinn fyrir EM en fréttamannafundur var að hefjast í Laugardalnum.

Daginn fyrir fyrsta leik í Hollandi verður Fanzone í Tilburg þar sem AmabAdamA, Glowie og Emmsjé Gauti koma fram.

Leikir Íslands í riðlinum:
18. júlí Ísland - Frakkland
22. júlí Ísland - Sviss
26. júlí Ísland - Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner