fim 22. júní 2017 15:51
Elvar Geir Magnússon
Frank de Boer boðið stjórastarfið hjá Crystal Palace
Frank de Boer.
Frank de Boer.
Mynd: Getty Images
Frank de Boer, fyrrum stjóra Ajax og Inter, hefur verið boðið að taka við knattspyrnustjórastarfinu hjá Crystal Palace.

Það kom mörgum á óvart þegar Sam Allardyce sagði upp störfum eftir tímabilið en Palace setti De Boer og Mauricio Pellegrino fljótt efsta á óskalistan.

Hollendingurinn er nú einn efstur á blaði en búist er við því að Pellegrino, sem er fyrrum stjóri Alaves, taki við Southampton.

Forráðamenn Palace vonast til þess að De Boer verði kynntur sem fimmti fastráðni stjóri félagsins á fjórum árum snemma í næstu viku.

Palace eyddi duglega í janúarglugganum þegar liðið var í erfiðri stöðu í ensku úrvalsdeildinni. Aðalliðshópurinn kemur saman aftur þann 2. júlí og mun taka þátt í æfingamóti í Hong Kong í næsta mánuði.

De Boer entist aðeins þrjá mánuði hjá Inter en síðan hann hætti hjá félaginu hefur hann verið atvinnulaus.

Palace hafnaði í 14. sæti í ensku úrvalsdeildinni á liðinni leiktíð undir stjórn Stóra Sam.
Athugasemdir
banner
banner
banner