Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 22. júní 2017 19:51
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Álfukeppnin: Jafnt hjá Þýskalandi og Síle
Sanchez fagnar marki sínu
Sanchez fagnar marki sínu
Mynd: Getty Images
Þýskaland 1 - 1 Síle
0-1 Alexis Sanchez ('6 )
1-1 Lars Stindl ('42 )

Heimsmeistarar Þýskalands og Suður-Ameríkumeistarar Síle mættust í annarri umferð Álfukeppninnar í kvöld.

Bæði lið unnu sína leiki í fyrstu umferð. Síle vann Kamerún 2-0 en Þýskaland vann Ástralíu 3-2.

Það voru Suður-Ameríkumeistararnir sem byrjuðu betur og komust yfir strax á 6. mínútu leiksins. Markið skoraði Alexis Sanchez en markið gerði hann að markahæsta leikmanni í sögu Síle en þetta var 38. mark Sanchez fyrir þjóð sína.

Undir lok fyrri hálfleiks jöfnuðu heimsmeistararnir en markið gerði Lars Stindl, leikmaður Borussia M'gladbach.

Ekkert var skorað í seinni hálfleik og lauk leiknum því með 1-1 jafntefli.

Bæði lið eru því komin með fjögur stig og sitja á toppi riðilsins. Jafntefli í síðustu umferðinni tryggir báðum liðunum í undanúrslit Álfukeppninnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner