fim 22. júní 2017 23:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Tottenham á eftir fyrrum leikmanni Liverpool
Er Suso aftur á leið til Englands?
Er Suso aftur á leið til Englands?
Mynd: Getty Images
Samkvæmt spænska íþróttablaðinu Marca er Tottenham á eftir fyrrum leikmanni Liverpool og núverandi leikmanni AC Milan, Suso.

Suso er vinstri fóta kantmaður sem spilar á hægri kantinum en hann var einn lykilmanna AC Milan á síðustu tímabilum en hann kom til ítalska stórliðsins frá Liverpool á 1,3 milljón evra árið 2015.

Suso skoraði 7 mörk og lagði upp ellefu önnur í öllum keppnum á síðasta tímabili og hjálpaði AC Milan að komast í Evrópudeildina.

Talið er að Maurico Pochettino hafi lengi verið aðdáandi Spánverjans unga og vonast hann eftir því að fá hann aftur til Englands í sumar.

Tottenham þarf hins vegar að hafa hraðar hendur því lið á Ítalíu og Spáni hafa einnig áhuga á Suso.

Suso fór ungur til Liverpool árið 2010 en þá var hann 17 ára gamall. Hann spilaði 14 leiki fyrir aðallið Liverpool áður en hann gekk til liðs við AC Milan.
Athugasemdir
banner
banner
banner