Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 23. júní 2017 09:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Tilboði Liverpool í Mbappe neitað
Mbappe er eftirsóttur
Mbappe er eftirsóttur
Mynd: Getty Images
Talið er að risatilboði Liverpool í Kylian Mbappe hafi verið neitað en tilboðið á að hafa hljóðað upp á 100 milljónir evra.

Liverpool gekk frá kaupum á Mohamed Salah í gærkvöldi en kaupverðið var 34 milljónir punda. Það er nálægt félagsmeti hjá Liverpool.

Tilboð Liverpool í Mbappe á hins vegar að hafa verið töluvert hærra en verðmiðinn á Salah.

Mbappe er gríðarlega eftirsóttur hjá stærstu liðum Evrópu en Monaco hefur líka neitað risatilboði frá PSG en það var hærra en tilboð Liverpool.

Klopp telur að skrefið frá Monaco til Liverpool sér rétta skrefið þar sem hann myndi spila mikið af mínútum en heimsmeistaramótið í Rússlandi nálgast óðum og þarf Mbappe að spila ætli hann sér að fara þangað.

Samkvæmt frönskum heimildum þá hefur Mbappe sagt Monaco að hann muni aðeins fara til Real Madrid, ef hann á annað borð fer frá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner