fös 23. júní 2017 10:45
Elvar Geir Magnússon
Elli Eiríks snýr aftur í Pepsi-deildina
Erlendur Eiríksson dæmir sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni þetta tímabilið.
Erlendur Eiríksson dæmir sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni þetta tímabilið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Málarameistarinn Erlendur Eiríksson snýr aftur í Pepsi-deildina á morgun þegar hann dæmir leik KA og KR á Akureyrarvelli.

Erlendur var að glíma við meiðsli í upphafi tímabils en dæmir sinn fyrsta leik í efstu deild þetta tímabilið á morgun.

Hann hefur verið að dæma í neðri deildunum að undanförnu og flautaði viðureign Selfyssinga og Leiknis Fáskrúðsfirði í síðustu umferð Inkasso-deildarinnar.

Erlendur hefur um árabil verið einn allra besti dómari Pepsi-deildarinnar og var valinn dómari ársins 2015 af Fótbolta.net.

Þrír leikir verða í níundu umferð Pepsi-deildarinnar á morgun. Lögregluvarðstjórinn Pétur Guðmundsson dæmir leik Fjölnis og Vals sem verður klukkan 14 og Gunnar Jarl Jónsson dæmir leik Stjörnunnar og ÍA sem verður klukkan 17.

Leikur KA og KR hefst einnig klukkan 17 á morgun.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner