lau 24. júní 2017 08:45
Fótbolti.net
EM kvenna, Pepsi og andlegi þátturinn í útvarpinu í dag
Rætt verður um kvennalandsliðið og Freyr mun einnig rýna í komandi leiki í Pepsi-deild karla.
Rætt verður um kvennalandsliðið og Freyr mun einnig rýna í komandi leiki í Pepsi-deild karla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net snertir á mörgum hliðum fótboltans í dag en hann er á X-inu FM 97,7 alla laugardaga milli 12 og 14.

Tómas Þór Þórðarson, Elvar Geir Magnússon og Arnar Daði Arnarsson munu ræða um íslenska kvennalandsliðið sem býr sig undir lokakeppni EM í Hollandi. Hverjir eru helstu kostir og gallar liðsins? Hverjir eru möguleikarnir?

Freyr Alexandersson verður svo á línunni. Þó ekki í þeim megintilgangi að tala um kvennalandsliðið heldur níundu umferðina í Pepsi-deild karla. Freyr skoðar leikina framundan.

Þá mætir Hreiðar Haraldsson íþróttasálfræðiráðgjafi og ræðir um andlega hlið fótboltamanna. Eru félög á Íslandi að hugsa nægilega mikið um þennan þátt? Hvaða andlegu áhrif hefur það á leikmenn að lenda í erfiðum meiðslum?

Ert þú með spurningu á Hreiðar? Sendu tölvupóst á [email protected]

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner