fös 23. júní 2017 17:30
Magnús Már Einarsson
Skoraði með Man Utd í vor - Núna genginn í raðir Preston
Mynd: Getty Images
Josh Harrop, framherji Manchester United, hefur samþykkt að ganga í raðir Preston North End í Championship deildinni.

Harrop hafnaði nýjum samningi hjá Manchester United til að ganga í raðir Preston þegar núverandi samningur hans rennur út um mánaðarmótin.

Harrop skoraði í sínum fyrsta mótsleik með Manchester United gegn Crystal Palace í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í vor.

Harrop og fleiri ungir leikmenn fengu tækifærið gegn Palace þar sem Jose Mourinho var að hvíla menn fyrir úrslit Evrópudeildarinnar.

Preston þarf að greiða uppeldisbæur fyrir hinn 21 árs gamla Harrop en greiða þarf slíkar bætur fyrir leikmenn sem eru 24 ára og yngri og ákveða að fara annað eftir að samningar þeirra renna út.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner