Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 24. júní 2017 08:30
Dagur Lárusson
„Frank de Boer ætlar að gera Palace að Barcelona."
Frank de Boer
Frank de Boer
Mynd: Getty Images
Nýjustu fréttir herma að hollendingurinn, Frank de Boer, sé við það að taka við enska knattspyrnuliðinu Crystal Palace, en þetta kemur fram hjá Sky.

Stuðningsmenn Palace mega búast við skemmtilegum fótbolta á næstu leiktíð en bróðir Frank de Boer, Ronald, fullyrðir það.

„Við vorum aldir upp við sömu hugmyndafræði og er til staðar hjá Barcelona þannig það má búast við því að það verði skemmtilegur fótbolti spilaður hjá Crystal Palace á næstu leiktið," sagði Ronald

„Hann vill láta Crystal Palace spila eins og Barcelona".

„Þið megið einnig búast við vel skipulögðu sem að spilar sem lið."

Frank de Boer hefur verið atvinnulaus frá því hann var látinn fara frá Inter Milan í nóvember á síðasta ári og því verður fróðlegt að fylgjast með því hvað hann mun gera með Crystal Palace.
Athugasemdir
banner
banner
banner