Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 24. júní 2017 09:00
Dagur Lárusson
Carrick: Heiður að fá að spila með Ronaldo
Carrick í baráttunni við Eið Smára nú á dögunum
Carrick í baráttunni við Eið Smára nú á dögunum
Mynd: Getty Images
Micheal Carrick, leikmaður Manchester United, sagði í viðtali í gær að það hafi verið sannur heiður að hafa fengið að spila með Cristiano Ronaldo.

Carrick var spurður út í stöðu Ronaldo og möguleg félagskipti hans til United í sumar, en Carrick sagðist þó ekki hafa hugsað mikið út í málið.

„Ég hef ekki pælt mikið í þessu ef ég á að vera hreinskilinn," sagði Carrick

„Það þarf enginn að segja mér hversu góður Ronaldo er og hversu góðan feril hann hefur átt, ég veit það sjálfur."

„Það er ekki mitt að blanda mér í þetta hvort að hann verði áfram eða hvort hann fari frá Madrid. Við verðum bara að sjá hvernig þetta spilast út á næstu vikum."

„Það var sannur heiður að fá að spila með Ronaldo á sínum tíma og sjá hann leika með knöttinn."

Micheal Carrick, sem er varafyrirliði Manchester United, skrifaði nú á dögunum undir eins árs samning við Manchester United og því gætu hann og Ronaldo orðið liðsfélagar á ný , skyldi Portúgalinn fara aftur á Old Trafford.
Athugasemdir
banner
banner
banner