Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 24. júní 2017 08:00
Dagur Lárusson
Lucas Perez líklegast á förum frá Arsenal
Lucas Perez
Lucas Perez
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sagði í viðtali nú á dögunum að hann teldi líklegt að Lucas Perez muni fara frá félaginu í sumar.

Wenger tók það þó fram að hann vilji sjálfur halda Perez en geti þó ekki lofað honum reglulegum spiltíma.

Arsenal keypti Lucas Perez frá Deportivo La Coruna síðasta sumar á 17,5 milljónir punda.

„Ég er stjórinn og ég væri til í að halda honum. Við verðum hinsvegar að setjast niður og ræða málin og ræða það hvort hann eigi raunhæfa möguleika á að fá nægan spiltíma," sagði Wenger

„Hann er frábær framherji en ég gat ekki gefið honum reglulegan spiltíma á síðasta tímabili og þess vegna fann ég til með honum."

Talið er að Perez vilji fara til liðs þar sem að hann mun fá meiri spiltíma svo að hann eigi meiri möguleika á að vera valinn í landsliðshóp Spánverja á HM á næst ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner