lau 24. júní 2017 09:30
Magnús Már Einarsson
Paul Clapson látinn
Paul fagnar marki með Aftureldingu.
Paul fagnar marki með Aftureldingu.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Paul Clapson, fyrrum framherji Aftureldingar, lést í fyrrakvöld 34 ára að aldri.

Paul lék með Aftureldingu árin 2008 og 2009. Árið 2008 varð hann næstmarkahæstur í 2. deild með 18 mörk en hann hjálpaði Aftureldingu þá upp um deild. Paul var valinn í lið ársins í 2. deildinni fyrir frammistöðu sína.

Ári síðar skoraði Paul fimm mörk í 19 leikjum í 1. deildinni með Aftureldingu.

Í kjölfarið neyddist Paul til að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla.

Hann flutti síðan til Bandaríkjanna þar sem hann hefur þjálfað yngri flokka undanfarin ár.

„Hann var frábær fyrirmynd innan sem utan vallar. Mjög jákvæður og bar af sér góðan þokka," segir í yfirlýsingu á Facebook síðu knattspyrnudeildar Aftureldingar.

„Knattspyrnudeild Aftureldingar sendir fjölskyldu og vinum Pauls samúðarkveðjur en fulltrúar deildarinnar hafa þegar sent kveðju til fjölskyldunnar."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner