Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 24. júní 2017 05:55
Elvar Geir Magnússon
Álfukeppnin í dag - Portúgal mætir Nýja-Sjálandi
Ronaldo verður líklega hvíldur.
Ronaldo verður líklega hvíldur.
Mynd: Getty Images
Í dag ræðst hvaða tvö lið komast upp úr A-riðli Álfukeppninnar og fara í undanúrslitin.

Evrópumeistararnir í Portúgal þurfa stig gegn Nýja-Sjálandi til að tryggja sér sætið. Mótherjarnir eiga ekki möguleika á að komast áfram.

Talað er um að Cristiano Ronaldo verði hvíldur í dag.

Í hinum leiknum mætast Rússland og Mexíkó. Jafntefli dugir Mexíkó til að komast áfram en Rússarnir verða að vinna. Annars þurfa heimamenn að treysta á ansi ólíklegan sigur Nýja-Sjálands.

Lokaumferð A-riðils:
15:00 Nýja Sjáland - Portúgal (RÚV)
15:00 Rússland - Mexíkó (RÚV 2)
Athugasemdir
banner
banner