Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 24. júní 2017 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laurent Depoitre til Huddersfield á metfé (Staðfest)
Spilar með nýliðunum á næstu leiktíð.
Spilar með nýliðunum á næstu leiktíð.
Mynd: Getty Images
Huddersfield hefur keypt sóknarmanninn Laurent Depoitre frá Porto á metfé. Kaupverðið er ekki gefið nákvæmlega upp, en í frétt BBC kemur fram að hann sé sá dýrasti í sögu félagsins.

Hinn 28 ára gamli Depoitre, sem á einn landsleik fyrir Belgíu, gerir tveggja ára samning við Huddersfield með möguleika á framlenginginu um eitt ár til viðbótar.

Depoitre var að klára sitt fyrsta tímabil með Porto, en hann var keyptur þangað síðasta sumar frá Gent í Belgíu.

Hann er nú kominn til Huddersfield og er hann fyrsti leikmaðurinn sem nýliðarnir fá til sín í sumar.

„Hann skorar mörk og hann vinnur líka vel, þannig að hann mun passa vel í hugmyndafræði okkar," sagði David Wagner, stjóri Huddersfield, þegar tilkynnt var um kaupin.

Huddersfield mun leika í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð eftir að hafa farið upp í gegnum umspil í Championship-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner