Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 24. júní 2017 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nú er van Dijk sagður á leið til Chelsea
Van Dijk hefur mikið verið í fréttum í sumar.
Van Dijk hefur mikið verið í fréttum í sumar.
Mynd: Getty Images
Samkvæmt Gianluca Di Marzio, sem er virtur ítalskur fjölmiðlamaður, þá er hollenski varnarmaðurinn Virgil van Dijk næstum því genginn í raðir Englandsmeistara Chelsea frá Southampton.

Van Dijk hefur mikið verið í fréttum í sumar, en hann hefur verið eftirsóttur af liðum í ensku úrvalsdeildinni.

Svo virtist sem van Dijk væri fyrir nokkrum vikum á leið til Liverpool, en það má segja með sanni að Liverpool hafi klúðrað því rækilega. Þeir ræddu ólöglega við van Dijk og Southampton, lið van Dijk, hótaði að kæra það til ensku úrvalsdeildarinnar.

Í kjölfarið sendi Liverpool frá sér yfirlýsingu og baðst afsökunar. Í yfirlýsingunni greindi Liverpool einnig frá því að félagið væri hætt við að fá van Dijk í sínar raðir eftir þennan "misskilning".

Nú er van Dijk víst á leið til Chelsea og þar mun hann koma inn í þriggja manna vörn Antoni Conte.

Talið er að hann kosti Chelsea í kringum 50 milljónir punda.



Athugasemdir
banner
banner
banner