Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 25. júní 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sherwood: Enginn stærri leiðtogi heldur en Terry
Verða Terry og Birkir Bjarna liðsfélagar?
Terry hefur verið orðaður við Aston Villa.
Terry hefur verið orðaður við Aston Villa.
Mynd: Getty Images
Tim Sherwood, fyrrum stjóri Aston Villa, telur að varnarmaðurinn John Terry myndi henta sínu gamla félagi fullkomlega.

Terry er á förum frá Chelsea þegar samningur hans hjá Chelsea rennur út í lok mánaðarins. Aston Villa hefur gert Terry gott tilboð en félagið vonast eftir svari frá honum í næstu viku.

Fleiri félög hafa sýnt hinum 36 ára gamla Terry áhuga en þar á meðal eru nágrannar Aston Villa í Birmingham.

„Hann mun gera aðra leikmenn í kringum sig betri. Þeir þurfa leiðtoga og það er enginn stærri leiðtogi heldur en John Terry," sagði Sherwood við Sky Sports.

„Öll félög þurfa þessa karaktera, þá sérstaklega stórt félag eins og Aston Villa. John mun ekki líða eins og hann sé að fara í minna félag, ef hann fer til Aston Villa."

Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason gekk í raðir Villa í janúar en hann og Terry gætu nú orðið liðsfélagar.
Athugasemdir
banner
banner