Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 24. júní 2017 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Son viðurkennir að hafa verið hræddur við Wanyama
Mynd: Getty Images
Son Heung-min viðurkennir að hafa verið hræddur þegar hann mætti miðjumanninum Victor Wanyama í fyrsta sinn.

Þegar Son var hjá Bayer Leverkusen, árið 2014, þá lék hann gegn Southampton í æfingaleik. Með Southampton spilaði Victor nokkur Wanyama, en hann er einn sterkasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, á því liggur enginn vafi!

Þeir eru í dag liðsfélagar hjá Tottenham og Son þarf því ekki lengur að vera hræddur við Wanyama.

„Ég var aðáandi Wanyama þegar hann skrifaði undir hjá Tottenham. Þegar ég var hjá Leverkusen og spilaði gegn Southampton, þá sá ég hann í fyrsta sinn og ég var hræddur að spila gegn honum!" sagði Son við Evening Standard.

„Hann hefur spilað vel fyrir okkur og var mikilvægur fyrir okkur á tímabilinu," sagði Son enn fremur.

Hann segir að það sé þægilegt að hafa Wanyama fyrir aftan sig.

„Victor er mjög, mjög góður leikmaður. Ég er sóknarleikmaður, en mér líður vel að hafa Victor og Mousa Dembele fyrir aftan mig."
Athugasemdir
banner
banner