sun 25. júní 2017 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Anichebe er farinn til Kína (Staðfest)
Anichebe eltir peninganna.
Anichebe eltir peninganna.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Victor Anichebe hefur samið við kínverska félagið Beijing Enterprises.

Anichebe fékk nýjan samning hjá Sunderland eftir að liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni og fer nú á vit ævintýranna.

David Moyes fékk Anichebe til Sunderland, en þar tókst honum að skora þrjú mörk í 18 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Hann missti af stórum hluta tímabilsins vegna hnémeiðsla.

Beijing Enterprises er sem stendur í 11. sæti í næst efstu deild Kína.

„Við erum mjög ánægðir með að fá Victor, sem hefur leikið í ensku úrvalsdeildinni," sagði Gao Hongbo, þjálfari liðsins.

Cheikh Tiote lék með Beijing Enterprises, en hann lést á æfingu á dögunum. Félagið hefur undanfarna daga minnst hans.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner