Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 25. júní 2017 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Balague: Pellegrino hentar fullkomlega fyrir Southampton
Pellergino er tekinn við hjá Southampton.
Pellergino er tekinn við hjá Southampton.
Mynd: Getty Images
Guillem Balague, sérfræðingur Sky Sports um spænska boltann, er ánægður með ráðningu Southampton á Mauricio Pellegrino. Hann telur að Pellegrino henti dýrlingunum fullkomlega.

Pellegrino var á föstudag ráðinn stjóri Southampton, en hann tekur við liðinu af Claude Puel sem var rekinn á dögunum.

Á síðasta tímabili stýrði Pellegrino liði Alaves í spænsku úrvalsdeildinni en hann hefur einnig þjálfað Estudiantes
og Independiente í heimalandi sínu.

Pellegrino hefur verið líkt við Mauricio Pochettino, stjóra Tottenham, en Pochettino þjálfaði áður Southampton.

„Hann þekkir England og að mörgu leyti hentar hann Southampton fullkomlega," sagði Balague.

Pellegrino kláraði feril sinn hjá Liverpool, en hann var einnig um tíma aðstoðarmaður Rafa Benitez hjá Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner