Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 24. júní 2017 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verratti vill að PSG sannfæri sig um að vera áfram
Verratti hefur m.a. verið orðaður við Barcelona.
Verratti hefur m.a. verið orðaður við Barcelona.
Mynd: Getty Images
Marco Verratti vill sjá Paris Saint-Germain sannfæra sig um að vera áfram hjá félaginu með því að kaupa sterka leikmenn í sumar.

Ítalski landsliðsmaðurinn, Verratti, hefur verið sterklega orðaður við Barcleona og umboðsmaður hans hefur talað um að það gæti freistað leikmannsins að fara í annað topplið í Evrópu.

Hinn 24 ára gamli Verratti er samningsbundinn PSG til 2021.

„Ég þarf ekki endilega að fara. Ég vil sjá PSG búa til frábært lið í þetta skiptið. Ef það gerist, þá verð ég áfram með glöðu geði," sagði Verratti í viðtali við La Gazzetta dello Sport.

„Á hverju ári segjast þeir ætla að búa til frábært lið, en svo sjáum við árangurinn. Loforðin eru ekki nægilega góð."

„Ef þeir standa við loforð sín núna, þá verð ég glaður hér áfram. Það er enginn að neyða mig að fara."
Athugasemdir
banner
banner