Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 24. júní 2017 15:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: ÍH óstöðvandi - Hafa unnið alla sína leiki
ÍH hafði betur gegn KFS.
ÍH hafði betur gegn KFS.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
4. deild karla - B riðill
ÍH 2 - 1 KFS
1-0 Andri Magnússon ('50)
1-1 Erik Ragnar Gíslason Ruiz ('62)
2-1 Máni Þór Valsson ('88)

Fyrsta leik dagsins er lokið í 4. deild karla.

ÍH og KFS mættust í B-riðli og þar voru það heimamenn sem báru sigurorðið af. Leikurinn fór fram á Gaman Ferða vellinum.

Fyrri hálfleikurinn var markalaus, en í seinni hálfleiknum komust heimamenn yfir þegar Andri Magnússon skoraði.

KFS gafst ekki upp og þeir náðu að jafna ekki löngu síðar með marki frá Erik Ragnari Gíslasyni Ruiz, 1-1. Það stefndi allt í jafntefli, alveg þangað til Máni Þór Valsson skoraði sigurmark ÍH stuttu fyrir leikslok.

ÍH hefur unnið alla sína leiki hingað til, en KFS er með 12 stig.

Markaskorarar af urslit.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner