Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 24. júní 2017 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Antonio í endurhæfingu - Kemur hann til Íslands?
Antonio á að mæta til Íslands í ágúst.
Antonio á að mæta til Íslands í ágúst.
Mynd: Getty Images
Michail Antonio, leikmaður West Ham, er að jafna sig af meiðslum sem hann varð fyrir í byrjun apríl í leik gegn Swansea.

Hann missti af restinni af tímabilinu eftir að hafa meiðst 8. apríl síðastliðinn og þá missti hann af landsleikjum Englands gegn Skotland og Frakklandi fyrr í þessum mánuði.

Antonio á að mæta hingað til lands þann 4. ágúst. West Ham mætir Manchester City í æfingaleik, en það er spurning hvort Antonio taki þátt þegar það er svona stutt í tímabilið.

„Endurhæfingin hefur gengið vel, ég er á þeim stað sem ég vil vera á," sagði Antonio við heimasíðu West Ham.

„Ég tók mér stutt frí þegar tímabilið var búið, en síðan þá hef ég mætt á æfingasvæðið á hverjum degi."

Sjá einnig:
Sterling og Antonio með skilaboð til Íslendinga
Athugasemdir
banner
banner
banner