Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 25. júní 2017 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bróðir de Boer: Hann getur komið Palace í Evrópukeppni
Tekinn við Crystal Palace.
Tekinn við Crystal Palace.
Mynd: Getty Images
Ronald de Boer segir að bróðir sinn, Frank de Boer, geti komið Crystal Palace í Evrópukeppni ef hann tekur við liðinu.

De Boer, sem er fyrrum stjóri Ajax og Inter Milan, hefur verið boðið að taka við knattspyrnustjórastarfinu hjá Crystal Palace.

Forráðamenn Palace vonast til þess að De Boer verði kynntur sem fimmti fastráðni stjóri félagsins á fjórum árum snemma í næstu viku.

„Það er ekki raunhæft að hugsa um Meistaradeildina, en með því að vera vel skipulagður þá væri flott að enda fyrir miðju," sagði Ronald, bróðir Frank de Boer.

„Með því að eiga frábært tímabil, þá gætuð þið kannski komist í Evrópukeppni," sagði hann enn fremur.

Hann segir að það hafi alltaf verið stefnan hjá bróður sínum að þjálfa lið í ensku úrvalsdeildinni.

„Honum hefur alltaf langað til að þjálfa í ensku úrvalsdeildinni."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner