Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 25. júní 2017 10:30
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Mourinho vill fá Kane frekar en Ronaldo
Powerade
Kane á Old Trafford?
Kane á Old Trafford?
Mynd: Getty Images
Martial orðaður við Arsenal
Martial orðaður við Arsenal
Mynd: Getty Images
Virgil Van Dijk kostar 70 milljónir punda
Virgil Van Dijk kostar 70 milljónir punda
Mynd: Getty Images
Í slúðrinu er þetta helst!

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur sagt frá því að hann vill fá Harry Kane framherja Tottenham á 100 milljónir punda. Hann vill ekki fá Cristiano Ronaldo, fyrrum stjörnuleikmann félagsins. (Sunday Mirror)

Antonio Conte, stjóri Chelsea, ætlar að bjóða 105 milljónir punda í fyrrverandi leikmenn sína hjá Juventus, þá Alex Sandro og Leonardo Bonucci.( Sunday Express)

Arsene Wenger stjóri Arsenal mun íhuga að fá Anthony Martial frá Manchester United 21, ef Skytturnar missa af Kylian Mbappe til Real Madrid. (Mail on Sunday)

Southampton hefur sagt Liverpool að þeir verði að borga 70 milljónir punda fyrir Virgil van Dijk. (Sunday Express)

Borussia Moenchengladbach hefur áhuga á að fá Vincent Janssen framherja Tottenham. Hann lék ekki vel á fyrsta tímabilinu á White Hart Lane eftir að hafa komið á 17 milljónir punda frá AZ Alkmaar. (Sunday Mirror)

Jens Keller, knattspyrnustjóri Union Berlins, gæti orðið nýr stjóri Sunderland ef þýski fjárfestahópurinn nær að kaupa félagið en tilboð þeirra hljóðar upp á 85 milljóna punda. (Sunday Express)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, vill fá fjóra nýja bakverði - Dani Alves frá Juventus, Kyle Walker frá Tottenham, Ryan Bertrand frá Southampton og Benjamin Mendy frá Monaco. (Star on Sunday)

Lögfræðingar Cristiano Ronaldo segja að framherji Real Madrid hafi greitt of mikið skatt til spænskra yfirvalda fremur en of lítið. (Cadena Cope)

Ross Barkley, 23 ára, vill fara frá Everton svo að hann geti aukið líkurnar á því að vera í enska landsliðinu á HM í Rússlandi ef enska liðið kemst þangað. (Sun)

Forseti Lyon segir að Arsenal verði að bæta tilboð sitt í 65 milljónir evra (57 milljónir punda) ef þeir vilja fá hinn 26 ára gamla Alexandre Lacazette. (L'Equipe)

Arsenal hefur hafið samningaviðræður við Alex Oxlade-Chamberlain, 23 ára miðjumann. (Sun)

Paulinho, fyrrum miðjumaður Tottenham, segir að Barcelona vilji kaupa sig en hann er ánægður hjá kínverska félaginu Guangzhou Evergrande. (Globo)

Chris Willock, 19 ára framherji Arsenal, er á leiðinni til Benfica á frjálsri sölu. (Sunday Mirror)

Bournemouth ætlar að fá Nathan Ake, varnarmann Chelsea á 20 milljónir punda. (Sun)

Lyon vill fá Jason Denayer 21 ára miðjumann Manchester City á láni. (Post on Sunday)

Nigel Pearson, fyrrverandi stjóri Leicester, hefur útilokað að koma í stað David Moyes sem stjóri hjá Sunderland. (Post on Sunday)

Dwight Yorke fyrrum framherji Aston Villa og Manchester United talaði við Sunderland um stjórastöðuna - en honum verður ekki boðið í starfið. (Birmingham Mail)

Stoke er enn að bíða eftir að sjá hvort Villa sé tilbúið að tvöfalda tilboð sitt sem hljóðaði upp á 500 þúsund pund í Glenn Whelan miðjumann Stoke. (Stoke Sentinel)

Newcastle og Southampton vilja fá Calum Chambers,
varnarmann Arsenal. (Evening Chronicle)


Valencia vill kaupa Emiliano Martinez frá Arsenal og eru tilbúnir að greiða 5 milljónir punda. (Sun)

Mariano Diaz, 23 ára gamall framherji hjá Real Madrid er nálægt því að ganga til liðs við Lyon á 13,2 milljónir punda. (Marca)
Athugasemdir
banner
banner