Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. júní 2017 11:00
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
McAteer: Sturridge ætti að yfirgefa Liverpool
Framtíð Daniel Sturridge er í óvissu
Framtíð Daniel Sturridge er í óvissu
Mynd: Getty Images
Daniel Sturridge ætti að enda dvöl sína hjá Liverpool í sumar og fara í leit að nýrri áskorun, telur fyrrverandi leikmaður Liverpool, Jason McAteer.

Daniel Sturridge ætti að enda dvöl sína hjá Liverpool í sumar og fara í leit að nýrri áskorun, telur fyrrverandi leikmaður Liverpool, Jason McAteer.

Framtíð Sturridge á Merseyside er ennþá í lausu lofti eftir annað tímabil þar sem spilatími hans var takmarkaður. Meiðsli ofan á meiðsli á síðasta tímabili héldu honum frá knattspyrnuvellinum eins og oft áður og þar af leiðandi féll hann niður í goggunarröðinni hjá Jurgen Klopp.

Sturridge sér nú sem sig sem þriðja kost í framlínu Liverpool á eftir Roberto Firmino og Divock Origi. Nú segir fyrrverandi Liverpool maðurinn Jason McAteer að tíminn sé réttur fyrir Sturridge að halda á vit ævintýrana og segja skilið við Liverpool.

„Ég held að það muni vera gott fyrir Daniel að komast í burtu. Það er enginn vafi á því að hann hafi gæði og er frábær leikmaður, hann er enn aðeins 27 ára gamall, en hann spilar bara ekki nóg.

„Hann lauk tímabilinu með því að spila síðustu fjóra leikina, og stóð sig gríðarlega vel og nú vilja allir að hann verði áfram. Besta lausnin væri að hann myndi koma sér annað - það er komið að þeim tímapunkti,"
sagði McAteer í samtali við Mirror.

Sturridge mun ekki vera í vandræðum að finna sér nýtt félag í sumar, kjósi hann að yfirgefa félagið en spurningin er hvernig Liverpool verðmetur kappann.

McAteer, horfir til Parísar og PSG sem góðan kost fyrir Sturridge og spila við hliðina á Edinson Cavani er eitthvað sem gæti verið tilvalið.

„Ég hef heyrt West Ham vilji fá hann en persónuleg álit mitt er að Daniel myndi dafna eitthvers staðar eins og hjá PSG. Að spila með súperstjörnum eins og Edinson Cavani og Angel Di Maria myndi henta leik hans. Í Frakklandi myndi hann einnig vera úr stöðugu sviðsljósinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner