sun 25. júní 2017 14:30
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Sannfærður um að Bale fari til United í sumar
Blaðamaður Guardian heldur því fram að Bale fari til Manchester í sumar
Blaðamaður Guardian heldur því fram að Bale fari til Manchester í sumar
Mynd: Getty Images
Barry Glendenning, blaðamaður hjá Guardian, telur að Gareth Bale, leikmaður Real Madrid, muni ganga til liðs við Manchester United í sumar.

Glendenning lét þessi ummæli falla í umfjöllun um áhuga Real Madrid á ungstirni Monaco, Kylian Mbappe, í vikulegum hljóðvarpsþætti blaðsins.

Einn af gestum hljóðvarpsins benti á að möguleg koma Mbappe á Bernabeu myndi setja spurningamerki við framtíð Bale hjá félaginu. Glendenning steig þá fram og lét þau ummæli falla að Welska stjarnan væri á leiðinni á Old Trafford.

„Ég er sannfærður um að Bale muni vera leikmaður Manchester United í byrjun næsta tímabils."

Bale var mikið meiddur á síðasta tímabili hjá Real og spilaði aðeins 27 leikjum í öllum keppnum.

Hann var ekki í byrjunarliðinu í Meistaradeildinni gegn Juventus og fréttir á Spáni fyrr í þessari viku sögðu að Zinedine Zidane myndi íhuga að selja hann til að losa um pláss fyrir Mbappe.

Bale er í samningi við Real fram til 2022.

Hann hefur skorað 67 mörk í 150 leikjum síðan hann flutti til Spánar frá Tottenham árið 2013.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner