sun 25. júní 2017 16:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Álfukeppnin: Þýskaland og Síle í undanúrslit
Sjáðu hvaða lið mætast í undanúrslitum
Þjóðverjar fagna marki í dag. Þeir unnu B-riðil.
Þjóðverjar fagna marki í dag. Þeir unnu B-riðil.
Mynd: Getty Images
Nú er ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum Álfukeppninnar 2017.

Þýskaland ber sigur úr býtum í B-riðli og mætir liðinu sem lenti í öðru sæti í A-riðlinum, Mexíkó. Portúgal sem vann A-riðil mætir liðinu sem lenti í öðru sæti B-riðils, Síle. Þetta skýrðist eftir leiki dagsins.

Í dag vann Þýskaland frekar öruggan sigur á Kamerún. Það var markalaust í hálfleik, en í seinni hálfleiknum reyndust Þjóðverjar aðeins of sterkir fyrir Kamerún.

Kerem Dembiray skoraði fyrsta markið og Timo Werner, framherji RB Leipzig, bætti við. Stuttu áður en Werner skoraði hafði Ernest Mabouka, leikmaður Kamerún, fengið rauða spjaldið.

Vincent Aboubakar náði að minnka muninn þrátt fyrir að Kamerún væri einum færri, en lengra komust þeir ekki. Timo Werner skoraði sitt annað mark og gerði út um leikinn.

Þýskaland vinnur riðilinn þar sem Síle missteig sig gegn Ástralíu. Þeir lentu undir, 1-0, en náðu að jafna og þar við sat.

Þýskaland 3 - 1 Kamerún
1-0 Kerem Demirbay ('48 )
2-0 Timo Werner ('66 )
2-1 Vincent Aboubakar ('78 )
3-1 Timo Werner ('81 )
Rautt spjald: Ernest Mabouka, Kamerún ('64)

Síle 1 - 1 Ástralía
0-1 James Troisi ('42 )
1-1 Martin Rodriguez ('67 )



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner