sun 25. júní 2017 22:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea hvatti Abraham til að hafna Newcastle út af næturlífinu
Ungur og efnilegur.
Ungur og efnilegur.
Mynd: Getty Images
Chelsea hvatti hinn unga og efnilega Tammy Abraham til að hafna Newcastle, en ástæðan fyrir því er fjörugt næturlífið í borginni. Þetta kemur fram í frétt hjá enska götublaðinu Mirror.

Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Newcastle, vildi endilega fá Abraham á láni fyrir næsta tímabil, en það verður líklega ekkert af því.

Chelsea ákvað að hvetja hinn 19 ára gamla Abraham til að hafna Newcastle vegna þess að þar eru of margar truflanir utan vallar.

Nú eru allar líkur á því að Abraham sé á leið til Swansea, en þar verður hann liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar. Í Swanea er borgarlífið rólegra en í Newcastle.

Samkvæmt Mirror er Benitez orðinn mjög pirraður á því að geta ekki landað þeim leikmönnum sem hann vill fá.

Newcastle er nýliði í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa unnið Championship-deildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner