Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 25. júní 2017 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stoke hefði getað keypt Lindelöf á 200 þúsund pund
Lindelöf er í dag leikmaður Manchester United.
Lindelöf er í dag leikmaður Manchester United.
Mynd: Getty Images
Fyrir fimm árum síðan fékk Stoke City tækifæri til þess að kaupa sænska varnarmaninn Victor Lindelöf á 200 þúsund pund.

Stoke ákvað ekki að gera það, en það er ákvörðun sem þeir sjá líklega mjög á eftir í dag.

Craig Honeyman, umboðsmaðurinn sem reyndi að fá Stoke til að kaupa Lindelöf, hefur tjáð sig um málið, en sænski varnarmaðurinn var á dögunum keyptur til Manchester United frá Benfica fyrir aðeins meira en 30 milljónir punda.

„Victor er mjög góður alhliða leikmaður. Hann er akkúrat þannig leikmaður sem Mourinho vill hafa," sagði Honeyman.

„Stoke sér væntanlega eftir því að hafa látið hann sleppa. Við vorum látnir vita af honum vegna þess hann var byrjaður að spila með Vasteras Sportklubb í Svíþjóð þegar hann var 16 ára."

„Stoke samþykkti að skoða hann og við fórum með hann þangað. Ég reyndi að fá félagið til að láta Tony Pulis (þáverandi stjóra Stoke) að skoða hann í einn dag áður en ákvörðun yrði tekin. Það var ekki hægt," sagði Honeyman, sem rekur umboðsskrifstofuna HSH Sports. Hann hjálpaði Lindelöf að komast til Benfica.

„Þeir hefðu getað fengið hann á 200 þúsund pund."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner