sun 25. júní 2017 22:00
Magnús Már Einarsson
Aron tilbúinn að ræða framlengingu við Cardiff
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson er ánægður hjá Cardiff og er tilbúinn að hefja viðræður um framlengingu á samningi sínum við félagið. Þetta segir Jerry de Koning umboðsmaður hans við WalesOnline í dag.

Aron var í síðustu viku orðaður við Legia Varsjá í Póllandi og Maccabi Tel Aviv í Ísrael. Í dag var hann orðaður við Dinamo Zagreb í króatískum fjölmiðlum.

Hinn 28 ára gamli Aron á eitt ár eftir af samningi sínum við Cardiff en hann er tilbúinn að hefja viðræður um framlengingu á þeim samningi að sögn De Koning.

„Hann er mjög ánægður hjá félaginu," sagði De Koning við Wales Online.

Aron kom til Cardiff frá Coventry fyrir sex árum en síðan þá hefur hann leikið tæplega 250 leiki með félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner