Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 25. júní 2017 22:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
The Sun: Huddersfield og Leeds vilja fá Sverri Inga
Er Sverrir á leið í enska boltann?
Er Sverrir á leið í enska boltann?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enska götublaðið The Sun greinir frá því í kvöld að ensku liðin Huddersfield og Leeds United hafi áhuga á íslenska landsliðsmiðverðinum Sverri Inga Ingasyni.

Í fréttinni hjá Sun kemur fram að bæði liðin séu tilbúin að borga 2 milljónir punda fyrir Sverri, en það ku vera riftunarverðið í samningi hans hjá spænska liðinu Granada.

Sverrir kom til Granada frá Lokeren í janúar, en spænska liðið féll úr úrvalsdeildinni í vor.

Hann sagði í viðtali við Fótbolta.net fyrr í þessum mánuði að hann ætlaði að skoða stöðu sína hjá Granada.

„Það á eftir að koma í ljós," sagði Sverrir við Fótbolta.net fyrr í þessum mánuði aðspurður út í framtíðina.

Huddersfield leikur í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili og það væri því stórt tækifæri fyrir Sverri. Thomas Christiansen, nýr stjóri Leeds, er þá mikill aðdáandi Sverris og vill fá hann í sínar raðir.



Athugasemdir
banner
banner