Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 26. júní 2017 11:15
Elvar Geir Magnússon
Chelsea að ganga frá kaupum á Bakayoko
Bakayoko í leik með Mónakó.
Bakayoko í leik með Mónakó.
Mynd: Getty Images
BBC segir að Chelsea sé nálægt því að ganga frá kaupum á Tiemoue Bakayoko, miðjumanni Mónakó.

Antonio Conte, stjóri Chelsea, telur að Bakayoko sé rétti maðurinn til að styrkja miðsvæði Englandsmeistarana.

BBC segir að viðræður hafi átt sér stað og málin gætu klárast í þessari viku.

Bakayoko, 22 ára, var hluti af liði Mónakó sem náði að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili. Hann kom til félagsins frá Rennes 2014 og lék sinn fyrsta landsleik fyrir Frakkland í tapi gegn Spáni í vináttulandsleik í mars á þessu ári.

Conte er líka að vinna í því að fá vængbakvörðinn Alex Sandro, leikmann Juventus og Brsilíu. Þá hefur Chelsea verið orðað við Romelu Lukaku hjá Everton og varnarmanninn hollenska Virgil van Dijk hjá Southampton.
Athugasemdir
banner
banner