Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 26. júní 2017 11:30
Magnús Már Einarsson
Stjarnan með miðjumann frá Reading á reynslu
Aaron Kuhl.
Aaron Kuhl.
Mynd: Getty Images
Stjarnan hefur fengið miðjumanninn Aaron Kuhl á reynslu. Aaron er mættur til landsins og æfir með Stjörnunni í þessari viku.

Aaron er 21 árs gamall en hann er uppalinn hjá Reading. Tímabilið 2014/2015 spilaði hann sex leiki í Championship deildinni með liðinu.

Tímabilið 2015/2016 lék Aaron nokkra leiki í skosku úrvalsdeildinni á láni hjá Dundee United. Á nýliðnu tímabili var hann síðan á láni hjá utandeildarliðinu Boreham Wood.

Aaron á einn leik að baki með U20 ára landsliði Englands og einn leik með U19 ára landsliðinu.

Heiðar Ægisson fer í skóla til Bandaríkjanna í ágúst og því er Stjarnan að skoða möguleika á að bæta við miðjumanni í hópinn. Ef Aaron fær samning hjá Stjörnunni þá getur hann gengið í raðir félagsins þegar félagaskiptaglugginn opnar 15. júlí.

Brynjar Björn Gunnarsson er aðstoðarþjálfari Stjörnunnar en hann þekkir mjög vel til hjá Reading eftir að hafa leikið með félaginu frá 2005 til 2013.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner