Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 26. júní 2017 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardian: Mourinho vill fá Matic fyrir vikulok
Svo virðist sem Matic sé á leið til Man Utd.
Svo virðist sem Matic sé á leið til Man Utd.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, vill klára kaupin á Nemanja Matic, miðjumanni Chelsea, fyrir 40 milljónir punda áður en vikan er úti. Þetta segir í frétt hjá Guardian.

Í fréttinni segir að hinn 28 ára gamli Matic sé búinn að semja við United persónulega og að félögin tvö séu búin að ná samkomulagi um kaupverð, en það er talið í kringum 40 milljónir punda.

Búist er við því að Matic mæti á æfingasvæði Man Utd á næstu dögum og muni þar gangast undir læknisskoðun.

Faðir Jose Mourinho lést í gær og stjórinn er í Portúgal þar sem hann verður viðstaddur jarðarförina. Það gæti hægt eitthvað á kaupunum, en Matic verður væntanlega með í för þegar United fer af stað í æfingaferð til Bandaríkjanna þann 9. júlí næstkomandi.

Mourinho keypti Matic til Chelsea á sínum tíma og nú er hann að kaupa hann aftur, núna til Manchester United. Mourinho lítur á Serbann sem arftaka fyrir Michael Carrick.

Matic verður annar leikmaðurinn sem United kaupir í sumar, en allar líkur eru á því að það muni bætast í þann hóp.
Athugasemdir
banner
banner
banner