mán 26. júní 2017 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Keown: Wenger mun gefa Wilshere nýjan samning
Á Wilshere framtíð hjá Arsenal?
Á Wilshere framtíð hjá Arsenal?
Mynd: Getty Images
Martin Keown, fyrrum leikmaður Arsenal, telur að félagið muni bjóða Jack Wilshere nýjan samning. Hann segir að Arsene Wenger, stjóri liðsins, sé of mikill aðdáandi leikmannsins til að sleppa honum.

Samningur Wilshere rennur út næsta sumar og framtíð hans er í óvissu, líkt og hjá Alexis Sanchez og Mesut Özil.

Wilshere er eins og flestir vita mikill meiðslapési, en hann varði síðasta tímabili á láni hjá Bournemouth.

„Við vitum að Jack er hæfileikaríkur leikmaður. Meiðslin hafa sett dökkan blett á feril hans og það er líklega erfitt fyrir Arsene Wenger að horfa upp á það," sagði Keown.

„Það efast enginn um hæfileika hans, það er heilsan hjá honum sem er vandamál. Það þarf að taka stórar ákvarðanir, en ég tel að hann sé leikmaður sem Wenger vill reyna að halda."

„Þeir munu klárlega bjóða honum nýjan samning."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner