Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 26. júní 2017 18:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Anna Björk og stöllur fengu þrjú mörk á sig
Anna Björk í landsleik.
Anna Björk í landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rosengård 3 - 0 Limmhamn Bunkeflo 07
1-0 Lieke Martens ('20)
2-0 Lieke Martens ('44)
3-0 Iva Landeka ('89)

Landsliðskonan Anna Björk Kristjánsdóttir spilaði allan leikinn er lið hennar, Limhamn Bunkeflo 07, tapaði sannfærandi gegn stórliði Rosengård í úrvalsdeild kvenna í Svíþjóð í dag.

Limhamn vann síðasta leik sinn, en í dag var niðurstaðan tap.

Lieke Martens skoraði fyrstu tvö mörkin fyrir Rosengård og í seinni hálfleiknum gerði Ivan Landeka út um leikinn.

Lokatölur 3-0 fyrir Rosengård sem fer núna upp fyrir Glódísi Perlu Viggósdóttur og hennar liðsfélaga í Eskilstuna United. Limhamn Bunkeflo, sem er nýliði í deildinni, er í 6. sæti af 12 liðum.

Anna Björk er í landsliðshópi Íslands sem fer á EM í næsta mánuði. Þar er fyrsti leikur gegn Frökkum 18. júlí.

Sjá einnig:
Anna Björk: Ábyrgðarhlutverk gerir mig betri
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner