Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 26. júní 2017 20:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Iheanacho efstur á óskalista Leicester
Að skipta um lið?
Að skipta um lið?
Mynd: Getty Images
Leicester City hefur áhuga á því að kaupa Kelechi Iheanacho, sóknarmann, frá Manchester City. Þetta herma heimildarmenn hjá fréttastofu Sky Sports í dag.

Craig Shakespeare, stjóri Leicester, er með Icheanacho efstan á óskalistanum hjá sér. Shakespeare vill bæta sóknarmanni í leikmannahópinn hjá Leicester.

Samningur Iheanacho rennur út 2021, en City vill víst frá 20 milljónir punda fyrir hann.

West Ham hefur nú þegar boðið 20 milljónir punda í hann, en Man City á enn eftir að ákveða hvort þeir samþykki tilboðið.

Iheanacho lék 28 leiki með City á síðasta tímabili og skoraði sjö mörk.

Hann síðasti byrjunarliðsleikur var í janúar og hann er líklegur til þess að yfirgefa Manchester-borg í sumar. Gabriel Jesus kom til City í janúar og Pep Guardiola, stjóri liðsins, gæti einnig verið að bæta við sóknarmanni í þessum glugga.
Athugasemdir
banner
banner