mán 26. júní 2017 18:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Noregur: Björn Bergmann heldur áfram að slá í gegn
Að gera góða hluti.
Að gera góða hluti.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Strömsgodset 1 - 1 Molde
0-1 Björn Bergmann Sigurðarson ('38)
1-1 Eirik Ulland Andersen ('48)

Björn Bergmann Sigurðarson er að gera frábæra hluti í Noregi. Hann skoraði sitt sjöunda mark í norsku úrvalsdeildinni í dag

Björn, sem er farinn að spila reglulega með íslenska landsliðinu, er í algjöru lykihlutverki hjá lærisveinum Ole Gunnar Solskjær í Molde.

Í dag var hann í byrjunarliðinu sem sótti Strömsgodset heim í norsku úrvalsdeildinni. Og það var hann sem skoraði fyrsta markið í leiknum, hann kom Molde á bragðið á 38. mínútu leiksins.

Í upphafi seinni hálfleiks jafnaði Strömsgodset og þar við sat. Lokatölur í þessum leik 1-1.

Óttar Magnús Karlsson sat allan tímann á varamannabekk Molde.

Björn er búinn að vera einn besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar í sumar, en lið hans er um miðja deild.

Sjá einnig:
Björn Bergmann sigrar Noreg í annað sinn



Athugasemdir
banner
banner
banner