Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 26. júní 2017 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
El Hadji Diouf: Senegal er stærra en Liverpool
Diouf skýtur á Gerrard
El Hadji Diouf.
El Hadji Diouf.
Mynd: Getty Images
El Hadji Diouf er hetja í heimalandi sínu, Senegal. Hann er elskaður í landinu, en þar er hans minnst fyrir hlutverkið sem hann spilaði á HM 2002 þegar Senegal fór á kostum.

Á Englandi er hann hins vegar ekki hetja. Þar er hans minnst fyrir umdeilda hegðun frekar en fótboltahæfileikana.

Hann spilaði með Liverpool í nokkur ár og þar spilaði hann með leikmönnum eins og Steven Gerrard og Jamie Carragher.

Diouf hefur átt í deilum við þá Carragher og Gerrard, en í viðtali hjá BBC í dag "drullar" hann yfir Gerrard.

„Það eru engin vandamál á milli okkar," sagði Diouf. „Hann (Gerrard) er sterkur karakter og ég er sterkur karakter."

„Stevie G var mjög góður leikmaður. Fólkið kann vel við hann í Liverpool, en hann gerði aldrei neitt fyrir landið sitt. Ég er Hr. El Hadji Diouf, Hr. Senegal, en hann er Hr. Liverpool og Senegal er stærra en Liverpool og hann þarf að vita það."
Athugasemdir
banner
banner