Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 26. júní 2017 23:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Forseti Real Madrid búinn að ræða við fjölskyldu Mbappe
Mbappe er mikið orðaður við Real Madrid.
Mbappe er mikið orðaður við Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Florentino Perez, forseti Real Madrid, er búinn að hitta fjölskyldu Kylian Mbappe samkvæmt fjölmiðlum í Frakklandi.

Arsenal, Manchester United og Liverpool hafa verið orðuð við Mbappe, en líklegast er þó að hann fari til Madrídar.

Mbappe átti frábært tímabil með Mónakó og hjálpaði liðinu að verða Frakklandsmeistari og að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Hann skoraði 26 mörk í öllum keppnum á síðasta tímabili.

En fjölmiðlar í Frakklandi greina frá því núna að hann sé á leið til Real Madrid eftir að Florentino Perez ræddi við föður hans, en talið er að faðir leikmannsins hafi mikil áhrif á það hvert hann fer.

Franska sjónvarpsstöðin Telefoot segir að Perez hafi útskýrt fyrir föður Mbappe hvaða hlutverki sonur hans mun gegna í Madrídarliðinu.

Talað hefur verið um að Real ætli að greiða meira en 100 milljónir punda fyrir hann, en þá yrði hann dýrasti fótboltamaður sögunnar.
Athugasemdir
banner