Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 27. júní 2017 10:40
Magnús Már Einarsson
Þrenna Tryggva: FH þarf að girða sig
Mynd: Fótbolti.net
Úr leik ÍBV og FH.
Úr leik ÍBV og FH.
Mynd: Raggi Óla
Tryggvi Guðmundsson, sérfræðingur Fótbolta.net, skoraði margar þrennur á ferlinum og í sumar er hann með þrennuna eftir hverja umferð í Pepsi-deildinni. Þar tekur Tryggvi fyrir þrjú málefni sem brenna á honum.

Hér má sjá það sem vakti athygli Tryggva í níundu umferðinni sem lauk í gærkvöldi.

Spilamennska FH ekki upp á marga fiska
Það var sterkt hjá FH að koma heim með þrjú stig úr Eyjum en þeir verða samt að fara að girða sig. Þetta var alls ekki sannfærandi og leikur þeirra var ekki upp á marga fiska. Það er stutt í Evrópukeppni og þessi spilamennska var ekki til útflutnings. Þeir áttu eitt skot á markið í leiknum og það var umdeilt mark. Það er erfitt fyrir okkur að sjá hvort hann hafi verið inni en þess vegna erum við með aðstoðardómara. Þetta var sterkur og gífurlega mikilvægur sigur sem heldur FH inni í baráttunni þar sem Valur, Grindavík og Stjarnan töpuðu stigum.

Vesturlandið fellur
Það eru fleiri lið að sogast í fallbaráttuna. Víkingur Ólafsvík er þarna eins og gert var ráð fyrir. Fjölnir er óvænt að sogast í þessa vitleysu, ÍA er aðeins að lifna við og ÍBV er jó-jó lið. Þeir blómstra í einum og einum leik. Breiðablik þarf líka að fara að ná sér í fleiri en eitt stig í leik. Ef ég ætti að tippa núna þá myndi ég tippa á að Víkingur Ólafsvík og ÍA falli. Það vantar mest upp á hjá þessum liðum.

Illa farið með færin hjá Val
Það var dapurt hjá Val að ná ekki að vinna Fjölni miðað við færin. Miðað við hvernig allt annað í kring fór í deildinni þá var vont fyrir Val að vinna ekki. Þeir væru í eðalstöðu ef þeir hefðu náð í þessa þrjá punkta. Þórður Inga var seigur í markinu og svo voru Valsarar að setja hann í stangirnar. Þeir hljóta að hafa farið frekar ósáttir úr Grafarvoginum. Það er pínu pressa á Patrick Pedersen þegar hann kemur og það kemur í ljós hvað hann gerir. Við vitum hvað Patrick gerði fyrir Val á sínum tíma en nú eru líka Danir í Valsliðinu sem hafa ekki gert nokkurn skapaðan hlut fyrir liðið. Góð nía er mjög góður bónus fyrir sterkt Vals lið.

Sjá einnig:
Eldri þrennur Tryggva
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner