Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 28. júní 2017 06:00
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Keane sagður velja Everton fram yfir Liverpool og United
Micheal Keane í landsleik með Englandi
Micheal Keane í landsleik með Englandi
Mynd: Getty Images
Michael Keane, varnarmaður Burnley og enska landsliðssins, mun ganga til liðs við Everton á næstu dögum ef marka má fréttir frá Englandi.

Hinn stóri og stæðilegi miðvörður var sterklega orðaður við endurkomu til Manchester United í sumar en eftir að Rauðu djöflarnir keyptu Victor Lindelöf, dvínuðu þær sögusagnir. Keane er sagður hafa hafnað tilboði United eftir að Svíinn lenti frá Benfica.

Nú virðist sem að Keane hafi ákveðið að ganga í raðir Everton og segja heimildarmenn The Sun að skiptin verði kláruð á næstu dögum og mun hann kosta í kringum 25 milljónir punda.

Keane er sagður hafa hafnað Liverpool til þess að ganga til liðs við Everton þar sem hann gerir ráð fyrir því að hann muni spila reglulega hjá bláa liðinu í Everton borg undir leiðsögn Ronald Koeman.

Everton hafa verið aktívir á markaðnum í sumar en þeir hafa fengið til sín Jordan Pickford og Davy Klaassen á stórar upphæðir ásam því að vera sterklega orðaðir við Gylfa okkar Sigurðsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner