Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 28. júní 2017 06:00
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Manolas í læknisskoðun hjá Zenit
Kostas Manolas er á leið til Zenit
Kostas Manolas er á leið til Zenit
Mynd: Getty Images
Gríski varnarmaðurinn Kostas Manolas, leikmaður Roma á Ítalíu, er á leið til rússnesku meistarana í Zenit ef marka má nýjustu fregnir frá Ítalíu.

Þessi 26 ára gamli hafsent mun kosta Rússana hvorki meira né minna en 35 milljónir evra en hann á bókaði læknisskoðun á morgun. Það á allt að vera klappað og klárt á milli Roma og Zenit og því aðeins formsatriði að klára skiptin.

Grikkinn var mikið orðaður við stærstu lið Evrópu síðasta sumar og var meðal annars talað um að Roma hefði hafnað tilboði frá Arsenal sem talað var um að hefði verið í kringum 40 milljónir punda.

Nú virðist sem Manolas hafi ákveðið að elta seðlana og halda til Rússlands þar sem hann fær líklega þokkalegan launatékka.

Manolas hefur spilað 100 leiki fyrir Roma liðið síðan hann kom til félagsins árið 2014 frá Olympiakos og skorað í þeim þrjú mörk.


Athugasemdir
banner
banner
banner