Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 27. júní 2017 20:17
Elvar Geir Magnússon
Heimild: RÚV 
Gunnhildur Yrsa: Er fyrirmyndin mín þrátt fyrir fangelsisvist
Gunnhildur Yrsa.
Gunnhildur Yrsa.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum alls ekkert feimin að tala um þetta í fjölskyldunni. Ég vil frekar að fólk komi upp að mér og spyrji bara út í þetta," segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, í þættinum Leiðin á EM sem sýndur var á RÚV í kvöld.

Bróðir Gunnhildar, Tindur Jónsson, sat samtals í tíu ár í fangelsi vegna líkamsárásar- og fíkniefnadóma.

„Það vita margir af þessu. Hann heitir náttúrulega Tindur sem er nafn sem er auðvelt að muna. Þrátt fyrir að hann hafi farið í fangelsi er hann fyrirmyndin mín."

„Þrátt fyrir að það hafi ekki verið gaman fyrir bróður minn að sitja inni í tíu ár þá lærði hann mikið af þessu og er allt annar maður í dag en hann var þegar hann fór inn," segir Gunnhildur sem er í leikmannahópi kvennalandsliðsins sem heldur á EM í Hollandi eftir rúmar tvær vikur.

Gunnhildur Yrsa var fyrirliði Stjörnunnar í Garðabæ þegar liðið vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil árið 2011 en hún er í dag atvinnumaður hjá Vålerenga í Noregi.

„Fjölskylda mín er þekkt fyrir að vera ekki alveg svona „normal“ fjölskylda. Ég á sex yngri systkini og einn eldri bróður. Ég þekki ekkert annað en að vera með mikinn hamagang í kringum mig og jólin eru náttúrulega bara geðveiki."

Smelltu hér til að horfa á viðtalið sem Edda Sif Pálsdóttir tók fyrir RÚV og birtist í þættinum Leiðin á EM í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner