þri 27. júní 2017 20:27
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Forkeppni Meistaradeildar: Færeyskur sigur í Þórshöfn
Heimir Guðjóns og félagar í FH fylgdust líklega vel með leiknum í Færeyjum
Heimir Guðjóns og félagar í FH fylgdust líklega vel með leiknum í Færeyjum
Mynd: Raggi Óla
Fjórir leikir fóru fram í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Flest íslensk augu beindust líklega að leik Víkings frá Færeyjum og Trepca frá Kósóvó en sigurvegarinn í þeirri viðureign mætir Íslandsmeisturum FH í annarri umferðinni.

Færeyingarnir byrjuðu betur í leiknum og komust yfir eftir sautján mínútna leik, þar var að verki Gunnar Vatnhamar. Gestunum frá Kósóvó tókst þó að jafna fyrir hálfleik þegar Fiton Hajdari skoraði. Það var síðan Nígeríumaðurinn Lawal sem skoraði sigur mark Víkings á 73.mínútu og þar við sat. Færeyingarnir fara því með 2-1 forskot til Kósóvó en seinni leikurinn verður leikinn eftir rúma viku.

Önnur athyglisverð úrslit voru þau að Europa FC frá Gíbraltar vann 1-2 útisigur á TNS frá Wales. Annars fá finna úrsltin úr leikjunum fjórum hér fyrir neðan.

Úrslit kvöldsins

Alashkert (Armenia) 1 - 0 Santa Coloma (Andorra)
1-0 Uros Nenadovic ('38 )

TNS (Wales) 1 - 2 Europa FC (Gibraltar)
0-1 Alex Quillo ('8 )
1-1 Scott Quigle ('44 )
1-2 Kike Gomez ('78 )

Hibernians FC (Malta) 2 - 0 FCI Tallinn (Eistland)
1-0 Jorge Pereira ('62 )
2-0 Bjorn Kristensen ('73 )

LIF Vikingur (Færeyja) 2 - 1 Trepca (Kosóvó)
1-0 Gunnar Vatnhamar ('17 )
1-1 Fiton Hajdari ('39 )
2-1 Lawal ('73 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner