Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
banner
   þri 27. júní 2017 20:54
Mist Rúnarsdóttir
Cloé: Bryndís Lára sagði mér að ég væri efst í Draumaliðsdeildinni
Ætlar að búa sér til sitt eigið lið í Draumaliðsdeild Azazo
Cloé getur ekki hætt að skora
Cloé getur ekki hætt að skora
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur því við áttum bikarleik í síðustu viku. Við vissum að KR ætti fullt af orku í leikinn og við þyrftum að svara því. Mér fannst við standa okkur vel,“ sagði Cloé Lacasse, hetja ÍBV, eftir 2-0 útisigur á KR.

Lestu um leikinn: KR 0 -  2 ÍBV

„Það er ekki hægt að kvarta þegar maður skorar? Ég fékk góða sendingu frá Katie og við beittum hröðum og kröftugum skyndisóknum,“ sagði Cloé sem gerði bæði mörk ÍBV í leiknum. Það síðara kom ekki fyrr en undir lok leiks og Eyjakonur þurftu því að hafa vel fyrir stigunum þremur í kvöld.

„Ég held að þetta hafi verið níunda markið mitt svo vonandi næ ég tveggja stafa tölunni fljótlega,“ sagði Cloé sem varð þar með markahæst í Pepsi-deildinni. Með eitt mark á Fanndísi Friðriksdóttur og Katrínu Ásbjörnsdóttur sem eiga þó leik inni á hana.

Það er þó ekki eina deildin sem hún er að gera það gott í en Cloé er stigahæst í Draumaliðsdeild Azazo. Hún hafði þó ekki hugmynd um það fyrr en að Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður Þórs/KA, lét hana vita.

„Bryndís Lára sendi mér skilaboð um daginn og spurði hvort ég vissi að ég væri efst í Draumaliðsdeildinni. Ég hafði ekki hugmynd um það og þarf að búa mér til mitt eigið lið,“ sagði þessi skemmtilegi leikmaður meðal annars en nánar er rætt við hana í sjónvarpinu hér að ofan.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner