Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 27. júní 2017 22:59
Magnús Valur Böðvarsson
Heimild: Úrslit.net 
4. deild: Kría með mikilvægan sigur, stórsigrar hjá Hvíta og Sköllum
Davíð Fannar Ragnarsson skoraði stórglæsilegt mark fyrir Kríu gegn Kórdrengjum
Davíð Fannar Ragnarsson skoraði stórglæsilegt mark fyrir Kríu gegn Kórdrengjum
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Aron Elfar Jónsson var á skotskónum fyrir Hvíta Riddarann í stórsigri
Aron Elfar Jónsson var á skotskónum fyrir Hvíta Riddarann í stórsigri
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Þrír leikir fóru fram í 4.deild karla í kvöld. Í A riðli sigraði Hvíti Riddarinn skyldusigur gegn Snæfelli 13-0 en spennan var meiri í hinum leik Riðilsins þar sem Kría sigraði 4-1 að lokum þó lokatölur gefi ekki rétta mynd af leiknum.

Í C riðlinum unnu Skallagrímur öruggan sigur á Hrunamönnum 5-0.

A riðill
Í A riðlinum mátti reikna með öruggum útisigri Hvíta Riddarans gegn Snæfelli og varð það raunin enda lokatölur 13-0. Það var hinn leikur riðilsins sem var athyglisverður enda bæði Kría og Kórdrengir í harðri toppbaráttu um að komast í úrslitakeppnina.

Snæfell/UDN 0 - 13 Hvíti Riddarinn
0-1 Eiríkur Þór Bjarkason (4')
0-2 Eiríkur Þór Bjarkason (8')
0-3 Gunnar Már Magnússon (18')
0-4 Sigurður Kristján Friðriksson (19')
0-5 Gunnar Andri Pétursson (27')
0-6 Eiríkur Þór Bjarkason (38')
0-7 Steinar Freyr Bjarkason (49')
0-8 Aron Elfar Jónsson (55')
0-9 Aron Elfar Jónsson (61')
0-10 Kristján Steinn Magnússon (66' víti)
0-11 Kristján Steinn Magnússon (75')
0-12 Sjálfsmark (78')
0-13 Kristinn Skæringur Sigurjónsson (88')

Kria 4 - 1 Kórdrengir
0-1 Joost Haandrikman (16')
1-1 Axel Fannar Sveinsson (50')
2-1 Davíð Fannar Ragnarsson (52')
3-1 Axel Fannar Sveinsson (81')
4-1 Axel Fannar Sveinsson (90')

Það var mikið í húfi í leik Kríunnar og Kórdrengja en bæði lið hafa verið í toppbaráttunni í sumar. Kórdrengir voru mikið sterkara liðið í fyrri hálfleik og voru óheppnir að leiða bara með einu marki í fyrri háfleik. Síðari hálfleikur byrjaði svo vel fyrir Kríumenn sem skoruðu tvö mörk snemma í þeim síðari. Kórdrengir pressuðu stíft og fengu þrjú ákjósanleg færi til að jafna en allt kom fyrir ekki. Skyndisóknir Kríunnar voru gríðarlega beinskeittar og þriðja markið drap leikinn. Axel Fannar Sveinsson fullkomnaði svo þrennuna undir lok leiks aftur eftir skyndisókn. Kríumenn komnir á toppinn ásamt Hamri með 13 stig en Kórdrengir og Hvíti Riddarinn eru bæði með 12 stig.

C - riðill
Skallagrímsmenn ætla ekki að gefast upp í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni og unnu öruggan 5-0 sigur á Hrunamönnum.

Skallagrímur 5 - 0 Hrunamenn
1-0 Viktor Ingi Jakobsson (5')
2-0 Sigurður Sigurðsson (45')
3-0 Guðni Albert Kristjánsson (59')
4-0 Mateusz Sajdowski (76')
5-0 Arnór Jónsson (79')



Athugasemdir
banner
banner
banner