Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 28. júní 2017 07:30
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Harry Winks ætti að vera klár í byrjun leiktíðar
Harry Winks borinn útaf í apríl síðastliðnum
Harry Winks borinn útaf í apríl síðastliðnum
Mynd: Getty Images
Harry Winks, ungi miðjumaður Tottenham Hotspur, er á undan áætlun í bata sínum vegna ökklameiðsla sem hann varð fyrir undir lok síðasta tímabils.

Meiðlsin gerðu það að verkum að Winks missti af rúmlega síðasta mánuði leiktíðarinnar og einnig af því að taka þátt í Evrópumóti Undir 21 árs landsliða með Englendingum.

Talið er að miðað við hvernig batinn gengur þá er líklegt að hann nái meiri hluta undirbúningstímbils Tottenham, Mauro Pochettino til mikillar ánægju.

Winks varð mikilvægur meðlimur í hópi Pochettino á síðasta tímabili áður en hann meiddist og spilaði hann 33 leiki í öllum keppnum fyrir félagið.

Frammistöður hans fyrir Tottenham munu hafa heillað Gareth Southgate, þjálfara enska landsliðsins, sem mun fylgjast vel með bata Winks og byrjun hans á tímabilinu. Southgate hefur talað opinberlega um skort á möguleikum á miðjunni og rennir hann hýru auga til hins unga Winks í þeim efnum.
Athugasemdir
banner
banner