Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   þri 27. júní 2017 23:37
Þórhallur Valur Benónýsson
Kjartan: Eins og markið sé á hjólum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Stefánsson, þjálfari kvennaliðs Hauka, var að vonum svekktur með 5-0 tap sinna kvenna gegn Stjörnunni í kvöld. Hann var þó á því að þetta hafi verið sanngjarn sigur.

„Þetta er leikur tvö þar sem mér finnst við bara alls ekki nógu góðar og alveg mjög langt frá þessu. Stjarnan var bara töluvert betri en við í þessum leik."

Lestu um leikinn: Stjarnan 5 -  0 Haukar

Það hitnaði vel í stuðningsmönnum og aðstandendum Hauka þegar Andri Vigfússon dæmdi þriðja mark Stjörnunnar gilt eftir að Viktor Pétur Finnson, aðstoðardómari, hafði flaggað Guðmundu Brynju rangstæða. Fréttaritari fékk að sjá skjámynd úr myndbandstökuvélinni á vellinum þar sem greinilega sást að Guðmunda var rangstæð. Það verður áhugavert að sjá myndabandið í heild enda var annaðhvort um að ræða frábæra ákvörðun Andra eða glórulausa. Kjartan var engu að síður mjög ósáttur með ákvörðunina.

„Þetta mark númer þrjú var náttúrulega bara rangstaða og mér finnst það slæmt þegar línuvörður veifar rangstöðu og hann átti þá að sjálfsögðu að hlaupa til hans og spjalla aðeins. Það er nú alveg svona það minnsta sem hægt er að gera."


„Ég hefði orðið brjálaður ef þetta hefði verið fyrsta markið sem við fengum á okkur en þetta var þriðja markið og þær töluvert betri en við."


Haukakonur fengu nokkur mjög góð færi í leiknum og Kjartan vildi meina að það væri venjan hjá sínu liði.

„Við fáum alltaf tvö til þrjú dauðafæri en við leyfum markmanninum oft að líta vel út og ég fæ það nú stundum á tilfinninguna að þessi mörk séu á hjólum og eitthvað aðeins að fjúka til því við bara viljum ekki hitta þau."


Útlitið er svart fyrir Hauka sem sitja á botni Pepsi-deildarinnar með eitt stig. Kjartan sagðist stefna að því að styrkja liðið í glugganum.

„Við erum að vinna í því að skoða þau mál og eins og staðan er núna þá veit ég ekki alveg hvernig það gengur. Það er alveg klárt að ég ætla ekki að fá leikmann sem er bara á pari við liðið okkar. Við græðum ekkert á því og þess vegna erum við að reyna að leita í leikmann sem er virkilega góður."


Viðtalið má sjá í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner