Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 28. júní 2017 07:00
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Wilshere ekki klár í byrjun undirbúningstímabils
Wilshere í baráttunni við Gylfa Þór Sigurðsson á síðustu leiktíð
Wilshere í baráttunni við Gylfa Þór Sigurðsson á síðustu leiktíð
Mynd: Getty Images
Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal, mun líklega missa af ferðalagi Arsenal til Ástralíu og Kína í byrjun undirbúningstímabils liðsins þar sem hann er enn að jafna sig eftir fótbrot sem hann varð fyrir undir lok síðustu leiktíðar.

Enski landsliðsmaðurinn var á láni hjá Bournemouth á nýliðnu tímabili og náði að spila 27 leiki í úrvalsdeildinni í vetur sem verður að teljast nokkuð gott miðað við meiðslasögu hans.

Wilshere mun fara í skönnun til að skoða brotið á næstu dögum og í framhaldinu vona menn hjá Arsenal að hann fái grænt ljós á að byrja að æfa af fullum krafti í framhaldi af því. Ef allt fer samkvæmt áætlun þá mun Wilshere byrja að æfa aftur með liðinu þegar það kemur úr sumartúrnum.

Framtíð Wilshere á Emirates er þó ennþá í lausu lofti en hann á aðeins 12 mánuði eftir af samningi sínum og hafa engar fréttir borist af því að viðræður séu í gangi.


Athugasemdir
banner
banner
banner